Frétt
Íslandshótel fyrsta sjálfbærnivottaða hótelkeðjan
Íslandshótel er fyrsta íslenska hótelkeðjan til að vera fylliilega sjálfbærnivottuð, en öll 17 hótel Íslandshótela hafa nú hlotið viðurkennda vottun frá „Green Key“ sem er útbreiddasta sjálfbærnivottunarkerfið í alþjóðlegri ferðaþjónustu. „Green Key“ hefur verið við lýði í yfir aldarfjórðung og í notkun í yfir 60 löndum.
„Markmið Íslandshótela hefur alltaf verið skýrt; að vera leiðandi á sviði sjálfbærni og setja ný viðmið í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum afar stolt af þessum áfanga sem hefur krafist mikils af okkar frábæra starfsfólki. Sjálfbærnivottun er staðfesting á því mikla starfi sem við vonum að verði hvatning fyrir önnur fyrirtæki,“
segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.
„Green Key“ vottuninin er ekki aðeins staðfesting á því að Íslandshótel uppfylli strangar umhverfiskröfur, heldur tekur hún einnig mið af áhrifum á samfélagið allt, nær og fjær.
„Þessi áfangi endurspeglar þá miklu vinnu, ástríðu og skuldbindingu sem starfsfólk okkar hefur lagt í verkefnið. Árangurinn er þeirra.
Sýn um sjálfbærni hefur alltaf verið í forgrunni hjá eigendum, stjórn og stjórnendum Íslandshótela, og sú sýn hefur hvatt okkur til að gera enn betur og fara ennþá lengra,“
segir Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og sjálfbærni hjá Íslandshótelum.
„Ekki aðeins erum við að fagna Green Key vottun okkar, heldur erum við einnig fyrsta íslenska ferðaþjónustufyrirtækið til að ganga til liðs við Glasgow Declaration on Climate Action in Tourism og erum við á lokastigi þess að hljóta regnbogavottun með Samtökunum 78, sem staðfestir okkar skuldbindingu um fjölbreytileika og inngildingu í allri starfsemi okkar,“
segir Erna Dís.
„Samstarfið við Íslandshótel hefur verið afar ánægjulegt.
Fagmennskan, þekkingin og sú skuldbinding sem starfsfólkið hefur sýnt þessu mikilvæga verkefni hefur verið mikil og hvatning til sjálfbærrar framtíðar í þessari grein hér á landi,“
segir Katrín Bryndísardóttir, viðskiptastjóri vottunar hjá Vottunarstofunni Tún.
Íslandshótel er leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu og rekur 17 hótel með 1955 herbergi á lykilstaðsetningum um land allt. Fyrirtækið er styrk stoð í þessari sívaxandi atvinnugrein og mun halda áfram að vera fyrsti valkostur þeirra sem velja hótelgistingu á Íslandi.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana