Markaðurinn
Námskeið: sveppir og sveppatínsla í íslenskri náttúru
Námskeiðið byrjar seinnipart dags föstudaginn 30. ágúst með fyrirlestri og sýningu á helstu ætisveppategundum sem við gætum átt von á að finna í sveppagöngu. Þar er fólki kennt að þekkja um 20 tegundir öruggra ætisveppa og fjallað er um útbreiðslu þeirra, búsvæði og önnur einkenni.Helstu eitruðu sveppategundum sem hægt er að rugla saman við þessa ætisveppi verða einnig gerð skil.
Á laugardeginum 31. ágúst verður síðan farið í ólík skóglendi með kennara og aðstoðarfólki þar sem veitt er leiðsögn við greiningar á þeim sveppategundum sem finnast, á hvaða þroskastigi þær eru nýtanlegar og hvernig er best að ganga frá þeim.
Að því loknu er farið í veitingaeldhús Matvís á Stórhöfða þar sem sveppirnir sem þátttakendur hafa tínt eru hreinsaðir undir handleiðslu og þeim kennt hvernig er best að haga geymslu sveppanna svo að þeir njóti sín sem best í matargerð. Að lokum eru nokkrar valdar sveppategundir steiktar í smjöri og olíu og fá allir að prófa að bragða á þeim með góðu brauði.
Boðið er upp á léttar kaffiveitingar á föstudeginum og þegar komið er í hús eftir skógarferðina á laugardeginum. Mælt er með því að þátttakendur taki með sér nesti fyrir hádegismat á laugardeginum.
Við minnum þátttakendur á að klæða sig eftir veðri og allir þurfa að hafa með sérstakan sveppahníf eða vasahníf til að hreinsa sveppina og körfu eða kassa undir sveppina svo það loft vel um þá (alls ekki plastpoka).
Ath. aðeins 15 pláss laus.
– Uppselt hefur verið á síðustu námskeið
–Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LBHÍ
Staður: Hjá Matvís Stórhöfða 31 og í nærliggjandi skóglendi
UMSAGNIR
„Frábært að fá persónulega kennslu í litlum hóp áhugasamra nemenda.”
„Tenging námskeiðsins við eldhúsið, þ.e. að kenna okkur að steikja og almennt nýta sveppina var alveg frábær.”
„Ekki hefði mér dottið í hug að mismunandi sveppir væru svona mismunandi á bragðið!.”
„Virkilega fræðandi og skemmtilegt námskeið sem ég mæli 100% með.”
Hefst 30. ágú. kl: 15:00
- Lengd: 9 klukkustundir
- Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson
- Staðsetning: Hús Fagfélaganna, Stórhöfða 31
- Fullt verð: 39.900 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 12.000 kr.-
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






