Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum hefst í dag
Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2024 hefst í dag í Hljómskálagarðinum og stendur yfir til 21 júlí næstkomandi. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum, keppnin um Besti Götubiti Íslands 2024, tónlist og leiktæki og hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina. Einnig verður bjórbíllinn og kokteil kofinn á svæðinu fyrir þá þyrstu.
Á hátíðinni fer einnig fram keppnin um “Besti Götubiti Íslands 2024” og mun sigurvegarinn keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards sem haldin verðu í Þýskalandi í lok september, þar sem 18 aðrar þjóðir keppa um besta götubitann í Evrópu.
Opnunartími er eftirfarandi:
Fös 19. júlí : 17.00 – 20.00 (mjúk opnun)
Lau 20 júlí: 12.00 – 20.00
Sun 21 júlí: 12.00 – 18.00
ATH: Enginn aðgangseyrir er inná hátíðina, en nánari upplýsingar er að finna hér.
Með fylgir myndir frá hátíðinni í fyrra.
Silli kokkur í Bítinu þar sem spjallað er um Götubitahátíðina.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana