Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Gestakokkur á Nauthól frá 20. – 23. febrúar

Birting:

þann

Victor Holm gestakokkur á Nauthól

Þar sem að konudagurinn er á næsta leiti þá ætlar veitingastaðurinn Nauthóll að breyta aðeins til og fá til sín gestakokkinn Victor Holm.  Hann kemur frá hinum geysivinsæla Barabicu Pan American Grill í Gautaborg og hefur m.a. starfað áður á tveimur af bestu veitingastöðum í borginni, Michelin-staðnum Thörnströms Kök og hinum heimsfræga Linnéa Art Restaurant.

Matreiðslumenn Nauthóls og Holm eru að leggja lokahönd á glæsilegan matseðil að þessu tilefni þar sem ný-norrænir straumar ráða ferð og íslenska lambið og hekluborri fá meðal annars að njóta sín.

Matseðillinn verður í boði á kvöldin frá fimmtudeginum 20.febrúar fram á konudaginn sjálfan, sunnudaginn 23. febrúar, en það skal sérstaklega tekið fram að þennan sunnudag verður undantekning á opnunartímanum og verður lengdur til klukkan 22:00.

Áhugasamir er bent á að borðapantanir er í síma 599 6660 og á netfangið [email protected].

 

Mynd: af facebook síðu Nauthóls.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið