Frétt
Er þinn veitingastaður með leyfi til útiveitinga?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga haft eftirlit með veitingastöðum og kannað sérstaklega hvort umræddir staðir hafi leyfi til útiveitinga.
Með hækkandi sól vilja gestir gjarnan njóta matar og drykkja utandyra við veitingastaði, en til að svo sé heimilt þarf slíkt að vera tilgreint á útgefnu rekstrarleyfi veitingastaða. Í þeim efnum virðist víða vera pottur brotinn, en athugasemdir hafa verið gerðar á um helmingi veitingastaðanna, sem lögreglan hefur heimsótt undanfarið.
Sérstaklega hefur þetta verið áberandi með áfengi, en þess hefur gjarnan verið neytt á útisvæðum veitingastaða án þess að leyfi sé fyrir hendi. Samhliða rekstrarleyfi til útveitinga þarf að liggja fyrir starfsleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og afnotaleyfi sveitarfélags vegna borgar/bæjarlands ef það á við.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fer með stjórnsýsluákvarðanir í málum sem varðar brot á rekstrarleyfi. Við slíkum brotum liggur sekt og/eða tímabundin svipting leyfis.
Veitingamenn hafa tekið afskiptunum vel, en þeim hefur jafnframt verið góðfúslega bent á að sækja um leyfi til útiveitinga hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu með því að smella hér eða á netfangið [email protected].
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana