Vertu memm

Íslandsmót barþjóna

Þetta eru staðirnir sem taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend | Sendu okkur þína uppskrift eða kokteilseðil

Birting:

þann

Hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend byrjar á fimmtudaginn 13. febrúar og stendur yfir til sunnudagsins 16. febrúar 2014, en það er Barþjónaklúbbur Íslands sem á veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á hátíðinni í samstarfi við vínbirgja, veitingastaði í Reykjavík og Fréttablaðið.

Hátíðin verður með því sniði að veitingastaðir munu vera með sérstakan kokteilseðil með völdum drykkjum og einum óáfengum drykk á tilboðsverði fimmtudag, föstudag og laugardag. Drykkirnir munu endurspegla áherslur og hugmyndasköpun veitingastaðana í kokteilgerð.  Jafnframt munu erlendir aðilar á vegum vínbirgja koma á staðina og kynna vörur sínar ásamt því að halda námskeið og fyrirlestra fyrir almenning jafnt og fagfólk.

Reykjavík Cocktail Weekend endar með pomp og prakt á sunnudaginn 16. febrúar með Íslandsmóti og Vinnustaðamóti barþjóna.

Hér að neðan er hægt að sjá hvaða staðir taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend:

Reykjavík Cocktail Weekend - Kokteilakort

Sendu okkur uppskrift eða kokteilseðilinn
Hvetjum alla staði að senda okkur sína uppskrift af völdum drykkjum, kokteilseðilinn sem í boði verður, til birtingar hér á veitingageirinn.is þér að kostnaðarlausu.  Hægt er að senda á netfangið [email protected] eða í gegnum þetta einfalda form hér.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið