Markaðurinn
Rekstur í Norðurfirði á Ströndum – Einstakt tækifæri – Kaffi Norðurfjörður
Um er að ræða útleigu á rekstri veitingahússins Kaffi Norðurfjörður. Árneshreppur leitar að rekstraraðila sem getur hafið störf vorið 2024.
Samningur milli aðila er gerður til 3 ára og felur í sér starfstímabil sem er 4-6 mánuðir á ári samkv. samkomulagi.
Áhugasamir sendi umsókn á netfangið arneshreppur@arneshreppur.is ásamt tilboði í rekstur, hugmyndum um fyrirkomulag reksturs og upplýsingum um rekstraraðila.
Hafið samband
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2024.
Nánari upplýsingar og skoðun á eigninni veitir oddviti á arneshreppur@arneshreppur.is eða í 451 4001/847 2819 (kl. 13:00-17:00).
Meira um Kaffi Norðurfjörður
Kaffi Norðurfjörður er veitingahús staðsett í þorpinu sem ber sama nafn. Það var stofnað 2008 og er í rekstrarleigu sveitarfélagsins Árneshrepps á Ströndum á Vestfjörðum.
Salurinn er um 50fm með borðum og stólum. Frábært útsýni er úr kaffihúsinu til sjávar yfir höfnina og út á fjörðinn.
Eldhúsið er með öllum nauðynlegum tækjum (ísskápar, bakstursofnar, helluborð, frystikistur, uppþvottavél, bjórkranar).
Úti er pallur þar sem hægt er að hafa borð fyrir nokkra gesti.
Búast má við mikilli umferð ferðafólks á sumrin sem ferðast um og gista á svæðinu og/eða eru að fara norður á Hornstrandir með Strandferðum, frá bryggju beint fyrir framan veitingahúsið. Einnig eru talsverðir möguleikar
tengdir viðburðaskipulagi.
Hægt er að fá vörur fjóra daga á viku með flutningabíl frá Reykjavik.
Lítil íbúð með 2 svefnherbergjum er innifalin í leigu á sömu hæð í sama húsi.

-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards