Markaðurinn
Dómara og keppnisnámskeið fyrir framreiðslumenn
Í lok janúar kemur Heine Egelund framleiðslumeistari til landsins á vegum Iðunnar fræðsluseturs. Heine mun halda dómara- og keppnisnámskeið fyrir félagsfólk. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga.
Hann rekur sinn eigin vín og þjónaskóla í Danmörku þar sem hann menntar og fræðir danska framreiðslumenn. Dómaraskóli Heine er er sá eini sem kennir svona námskeið í heiminum.
Heine hefur verið yfirþjónn og veitingastjóri á nokkrum af bestu veitingastöðum Danmerkur auk þess að hafa unnið fjölda þjónakeppna, þar á meðal „Nordic waiter of the year“ bæði 2015 og 2016, hann hefur einnig þjálfað danska keppendur fyrir hinar ýmsu keppnir. Heine ásamt fleirum hefur barist fyrir að fá að keppa með framreiðslulandsliði á heims og ólumpíuleikum fyrir matreiðslu og er nú þegar tilbúinn með keppnisfyrirkomulagið og regluverkið þegar grænt ljós verður gefið að fá að taka þátt.
Netfang skólans er sommelierkurser.dk

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards