Vertu memm

Markaðurinn

Dómara og keppnisnámskeið fyrir framreiðslumenn

Birting:

þann

Heine Egelund framleiðslumeistari

Heine Egelund framleiðslumeistari

Í lok janúar kemur Heine Egelund framleiðslumeistari til landsins á vegum Iðunnar fræðsluseturs. Heine mun halda dómara- og keppnisnámskeið fyrir félagsfólk. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga.

Hann rekur sinn eigin vín og þjónaskóla í Danmörku þar sem hann menntar og fræðir danska framreiðslumenn. Dómaraskóli Heine er er sá eini sem kennir svona námskeið í heiminum.

Heine hefur verið yfirþjónn og veitingastjóri á nokkrum af bestu veitingastöðum Danmerkur auk þess að hafa unnið fjölda þjónakeppna, þar á meðal „Nordic waiter of the year“ bæði 2015 og 2016, hann hefur einnig þjálfað danska keppendur fyrir hinar ýmsu keppnir. Heine ásamt fleirum hefur barist fyrir að fá að keppa með framreiðslulandsliði á heims og ólumpíuleikum fyrir matreiðslu og er nú þegar tilbúinn með keppnisfyrirkomulagið og regluverkið þegar grænt ljós verður gefið að fá að taka þátt.

Netfang skólans er sommelierkurser.dk

Nánar um námskeiðið hér.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið