Vertu memm

Uppskriftir

Pítubrauð uppskrift

Birting:

þann

Pítubrauð uppskrift

Ég ákvað í kvöld að prufa að búa til mína eigin pítubrauðs uppskrift og heppnaðist hún svona svakalega vel og held ég að ég muni hér eftir bara búa til mín eigin pítubrauð.

Það sem þarf er:
3 dl volgt vatn
1 tsk hunang
1 bréf þurrger
1 msk olía
1 tsk salt
370 gr fínt spelt
100 gr gróft spelt

Aðferð:
Blandið saman þurrger, vatn og hunangi og bíðið þar til fer að freyða. Bætið því næst við olíu, salti og grófu og fínu speltinu.

Hnoðið degið í 8 mínútur og látið það svo bíða um 1 klst í skálinni og setjið viskustykki ofaná.

Þegar klukkustund er liðin er deginu skipt í 8 hluta og hver hluti mótaður í svipaða stærð og pítubrauð sem fást úti í búð.
Ofninn er hitaður í 275 gráður og á meðan hann hitnar leyfi ég pítubrauðunum að bíða.

Þegar ofninn er tilbúinn þá set ég eina plötu í einu inn í ofn í 7 mínútur. Þá ættu brauðin að vera tilbúin.

Það sem ég set í pítubrauðið mitt er:

Kál
Tómata
Litla gúrku
Rauðlauk
Papríku
Rauð vínber
Hreinan fetaost
Hvítlauksost
kjúkling í bitum
Wasabi hnetur (set stundum doritos, bæði mjög gott)
Pítusósu

Mæli með að blanda þessu öllu saman með sósunni áður en sett er inní pítuna, það er mun auðveldara.

Verði ykkur að góðu.

Pítubrauð uppskrift

Myndir og uppskrift þessi er frá facebook síðunni: Húsmæður

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið