Uppskriftir
Gulrófutartar
4 harðsoðin egg
2 myndarlegar rófur
2 rauðlaukar
100 g grænt salat
estragon, ferskt eða þurrt
safi úr ½ sítrónu
1 msk. gott hvítvínsedik
2 tsk. sterkt sinnep
5 msk. repjuolía
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Sjóða skal eggin og skera í tvennt. Rífa gulrófurnar niður og saxa laukinn smátt. Blanda í skál sítrónusafa, sinnepi og vínediki. Hella olíu rólega út í blönduna og hræra vel saman. Salta og pipra eftir smekk.
Hella sósunni yfir gulrófurnar og blanda saman.
Svo er bara að raða herlegheitunum upp eftir kúnstarinnar reglum; salat á diskinn, rófurnar þar ofan á og næst laukinn, eggin og kryddið. Það er skemmtilegt að bera þetta fram eins og hið víðfræga bufftartar og krydda að lokum með estragoni og góðum pipar.
Höfundur er Sigurlaug Margét Jónasdóttir.
Sigurlaug hefur í gegnum árin leitað að hinu ómótstæðilega bragði og unnið matarþætti bæði fyrir Sjónvarpið og Rás eitt.
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn







