Frétt
Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir í febrúar 2024
Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2024 vegna fjórðu úthlutunar sjóðsins.Umsóknarfrestur er til miðnættis 28. febrúar 2024.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.
„Sem fyrr leggur sjóðurinn áherslu á þróun og nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Við viljum að íslensk matvælaframleiðsla jafnist að gæðum á við það sem best gerist á heimsvísu og á þeirri vegferð eru vegvísar okkar hringrásarkerfið, sjálfbærni og fæðuöryggi“.
Segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:
- Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og fleytir hugmynd yfir í verkefni.
- Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
- Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar
- Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér flokkana og handbókina vel áður en farið er í að vinna umsókn. Uppfærð handbók verður aðgengileg á heimasíðu sjóðsins þegar nær dregur.
Einungis verður tekið við umsóknum í gegnum Afurð sem er stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






