Vertu memm

Keppni

Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2023

Birting:

þann

Eftirréttur ársins 2023

Eftirréttur ársins 2023

Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017. Keppnin í ár var gríðarlega sterk og þátttaka meiri enn áður.

Faglegur undirbúningur keppenda skein í gegn þegar keppendur í Eftirréttur ársins skiluðu diskum til dómara. Sköpunargáfa, skipulag, vönduð vinnubrögð og einstakalega fallega samsettir diskar einkenndu daginn. Stemning var í salnum og mikill áhugi að fylgjast með keppendum.

Konfektmoli ársins 2023

Konfektmoli ársins 2023

Konfektmolarnir endurspegluðu fagmennsku og metnað keppenda, fallegir og spennandi molar með áhugaverðum brögðum. Margir efnilegir nemar skiluðu inn konfektmola í ár og sigraði Sunneva Kristjánsdóttir bakaranemi hjá Sandholt Konfektmola ársins.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2023 er Wiktor Pálsson, í öðru sæti var Hugi Rafn Stefánsson og í þriðja sæti var Símon Kristjánsson Sullca en Símon hlaut einnig nemaverðlaun Garra.

Nemaverðlaun Garra fyrir Konfektmoli ársins hlaut Kara Sól Ísleifsdóttir.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins og í Konfektmola ársins hlutu í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Nemaverðlaun Garra voru veitt í fyrsta skipti í ár, súkkulaðibók frá Cacao Barry og 50.000 kr. inneign hjá Garra.

Dómarar í Eftirréttur ársins voru Ólöf Ólafsdóttir, Ísak Aron Jóhannsson og Vigdís Vo.

Ólöf Ólafsdóttir sigraði keppnina Eftirréttur ársins 2021. Ólöf er Head pastry chef á Monkeys, hún er einnig partur af kokkalandsliðinu sem fer á Ólympíuleikana í febrúar 2024.

Ísak Aron Jóhannsson er matreiðslumeistari og fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins. Ísak sigraði keppnina Eftirréttur ársins árið 2022.

Vigdís Vo er konditori og bakarameistari, hún sigraði Konfektmola ársins árið 2021.

Dómarar í Konfektmoli ársins voru Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og margverðlaunaður konfektgerðarmaður og David Ducamp pastry chef og ráðgjafi hjá Capfruit.

Við óskum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Eftirréttur ársins

  1. sæti Wiktor Pálsson
  2. sæti Hugi Rafn Stefánsson
  3. sæti Símon Kristjánsson Sullca

Nemaverðlaun Garra fékk Símon Kristjansson Sullca.

Konfektmoli ársins 2023

  1. sæti Sunneva Kristjánsdóttir

Nemaverðlaun Garra fékk Kara Sól Ísleifsdóttir.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið