Frétt
Hótel Glymur í Hvalfirði fær nýtt hlutverk í haust
Frá 1. október næstkomandi mun Vinnumálastofnun leigja Hótel Glym til hýsingar allt að 80 umsækjenda um alþjóðlega vernd. Samsetning hópsins sem þar mun dvelja liggur ekki fyrir en skýrist er nær dregur. Leigutími er a.m.k. til 18 mánaða en allt að 24 mánaða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinnumálastofnun sem að Hvalfjarðarsveit.is vekur athygli á.
Glymur er heimilislegt hótel og er staðsett norðan megin í Hvalfirði í fallegu umhverfi, aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.
Hótel Glymur hefur meðal annars fengið viðurkenningu frá World Travel Awards sem besta tísku hótelið í Evrópu.
Á haustmánuðum mun verða boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu.
Mynd: facebook / Hótel Glymur

-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag