Markaðurinn
Hótel/gistihús til leigu til lengri tíma – Framtíðarráðstöfun – Tilbúið til rekstrar strax í sumar
Fasteignamarkaðurinn ehf. og Valhöll s. 570-4500 kynna til leigu Húsabakka guesthouse í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Húsabakki stendur í fallegu umhverfi rétt við friðland Svarfdæla skammt sunnan Dalvíkur, umkringt tignarlegum fjöllum við Tröllaskaga.
Einungis 5 mín. akstursfjarlægð er til Dalvíkur og 40 mín. akstursfjarlægð er til Akureyrar. Golfvöllur er í Svarfaðardal í um 5 mín. akstursfjarlægð.
Það er gott þráðlaust netsamband í byggingum. Þá er veitingaleyfi fyrir 320 manns, sem býður upp á stærri veislur. Á staðnum er 3 – 4ra herbergja íbúð fyrir staðarhaldara.
√ Allur búnaður til staðar, bókanir sumarsins og bókunarkerfi tengt við Booking.com og Expedia.com.
√ Áður skóli og heimavist. Náttúruperla mitt í fuglafriðlandi Svarfdælinga.
√ Tvö hús, samtals um 1300 fermetrar.
√ Ný vönduð rúm og sængurfatnaður, þvottavélar og góð aðstaða.
√ Möguleiki á heilsársrekstri og búsetu.
√ Framtíðartækifæri fyrir fagaðila og áhugasama með metnað í hótel og gististarfsemi.
Bókunarstaða er góð.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar og myndir.
Fasteignamarkaðurinn ehf. – Óðinsgötu 4 , 101 Reykjavík – www. fastmark.is [email protected]
Valhöll Fasteignasala ehf. – Síðumúla 27, 108 Reykjavík – www.valholl.is
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður