Frétt
Matvælastefna til 2040 lögð fram á Alþingi
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um matvælastefnu fyrir Ísland. Stefnan er mörkuð til ársins 2040 og er ætlað að vera leiðarstef í ákvarðanatöku til að auka megi verðmætasköpun í innlendri matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.
Í stefnunni er lögð áhersla á sjálfbærni matvælaframleiðslu, samfélag, fæðuöryggi, matvælaöryggi, þarfir neytenda, rannsóknir, nýsköpun og menntun og verður henni fylgt eftir með aðgerðaáætlun til fimm ára.
Við gerð matvælastefnunnar var leitað samráðs við hagsmunaaðila, atvinnulífið og almenning. Að auki var efnt til Matvælaþings í nóvember sl. þar sem ólíkir aðilar komu að umræðu um drög stefnunnar í pallborðum og opið var fyrir spurningar og athugasemdir frá almenningi.
Þingsályktunartillagan er einnig unnin með hliðsjón af áherslum matvælaráðherra og nýs matvælaráðuneytis sem tók til starfa 1. febrúar 2022. Heimsfaraldur kórónuveiru og innrás Rússlands í Úkraínu hafa breytt ýmsum forsendum sem áður voru taldar sjálfgefnar. Í tillögunni er því m.a. aukin áhersla lögð á fæðuöryggi, loftslagsmál og hringrásarhagkerfi.
„Íslensk matvælaframleiðsla er mikilvægur hluti allra lykilhagstærða svo sem landsframleiðslu, útflutningsverðmæta og fjölda starfa. Fá samfélög sem við berum okkur saman við eru jafn efnahagslega háð matvælaframleiðslu. Ísland er ríkt af auðlindum sem gerir landið að samkeppnishæfum matvælaframleiðanda innanlands sem og á alþjóðamörkuðum“.
Er haft eftir matvælaráðaherra í tilkynningu.
Stefnt er að því að tillagan verði lögð fyrir Alþingi sem stjórnartillaga að fenginni heimild ríkisstjórnar til umsagnar þingflokka stjórnarflokkanna.
Mynd: stjornarradid.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur