Íslandsmót iðn- og verkgreina
Fjórir kepptu í kjötiðn á Íslandsmóti iðn- og verkgreina – Björn Mikael Karelsson bar sigur úr bítum
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöll um helgina var haldin glæsileg keppni í kjötiðn. Þar kepptu Bríet Berndsen Ingvadóttir – Sláturfélag Suðurlands, Kristófer Steinþórsson – Ali/Síld og Fiskur, Lukasz Gryko – Esja Gæðafæði og Björn Mikael Karelsson – Kjötbúðin.
Hver keppandi fékk lambskrokk, grísahrygg með síðu og lund, nautamjöðm og nautaframhrygg. Keppendur höfðu nokkuð frjálsar hendur og útbjuggu glæsileg kjötborð með fjölbreyttum réttum. Til þess höfðu þeir fjórar klukkustundir.
Keppendur fengu 120 mínútur til að hluta niður og úrbeina en aðrar 120 mínútur til að fullvinna kjötið svo það væri tilbúið í kjötborð. Dæmt var eftir útliti, fjölbreytni, nýbreytni, nýtingu, fagmennsku og hreinlæti.
Styrktaraðilar í kjötiðn voru Kjarnafæði, Norðlenska, Stjörnugrís, Samhentir, Eskja/Gæðafæði og Multivac.
Svo fór að Björn Mikael Karelsson bar sigur úr bítum og var krýndur Íslandsmeistari að keppni lokinni.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á matvis.is hér.
Myndir: matvis.is

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt21 klukkustund síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun