Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýjar áherslur á Bryggjunni á Akureyri – Sigurgeir: „Allt er gert frá grunni og mikil áhersla lögð á gott hráefni….“

Birting:

þann

Bryggjan á Akureyri

Frá PopUp viðburðinum.
F.v. Sigurður Bergmann Sigmarsson, sous chef á Bryggjunni, Sigurgeir Kristjánsson yfirkokkur og Kristinn Viðar Oddsson fyrrum sous chef á Bryggjunni

Nú fyrir stuttu var haldin skemmtilegur viðburður á Akureyri, þar sem matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson frá Slippnum í Vestmannaeyjum bauð upp á PopUp með vinsælustu réttunum hjá Slippnum á veitingastaðnum Bryggjan á Akureyri.

Rúmlega 150 gestir mættu á viðburðinn sem heppnaðist frábærlega.

Bryggjan á Akureyri

Sigurgeir Kristjánsson og Gísli Matthías Auðunsson

„Gísli er algjör fagmaður og strákarnir í eldhúsinu gátu lært helling frá honum! Svo má ekki gleyma Hafdísi, konunni hans Gísla. Hún var mögnuð í að hjálpa til, bæði útí sal og inní eldhúsi.“

Sagði Sigurgeir Kristjánsson yfirmatreiðslumaður Bryggjunnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hvernig var að vinna með Gísla.

Voru þið að nota hráefni úr næsta nágrenni við ykkur?

„Við reynum ávallt að nota hráefni úr næsta nágrenni og eigum góð sambönd hérna heima fyrir. Svo kom Gísli auðvitað með allskonar fjársjóð úr Vestmannaeyjum“

Bryggjan á Akureyri

Hafdís Ástþórsdóttir, eiginkona Gísla, er margt til listanna lagt

Glæsilegur matseðill var í boði á viðburðinum ásamt vínpörun sem sjá má hér að neðan:

Ígulker með piparrótarrjóma, graslauk og söltuðum rifsberjum

Poppað þorskroð, næringarger & loðnuhrogn

Bryggjan á Akureyri

Blóbergsgrafin lúða á bjórkexi með laukum & hvannarkremi

Beltisþarasoð & stökkur beltisþari með brenndu smjöri

Vínpörun: Mystére de rosée

Bryggjan á Akureyri

Grilluð hörpuskel með birki, hvítlauk & söl

Þorskvængir með reyktri súrmjólk, gerjaður eldpipar & skessujurt

Vínpörun: Meinklang Gruner Veltliner

****

Hægeldaður þorskur með þara & reyktri kartöflufroðu

Vínpörun: Trapiche Chardonnay

Bryggjan á Akureyri

Lambamjaðmasteik með gerjuðum gulrótum, heslihnetum og rabbabara

Vínpörun: Puzsta Libra

Bryggjan á Akureyri

Omnom súkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólk & lakkríssaltmarengs

Kleinur, kardimommur & mysingskaramella

Vínpörun: Schlumberger Brut Klasik ROSÉ

Bryggjan á Akureyri

Foreldrar Sigurgeirs, þau Kristján Hjálmarsson og Hólmfríður Egilson, voru ánægð með kvöldið

Nýjar áherslur á Bryggjunni á Akureyri

Bryggjan á Akureyri

Bryggjan á Akureyri.
Húsið á sér víðamikla og merkilega sögu. Húsið er rótgróinn hluti af sögu Akureyrarbæjar, þar sem það hefur staðið í ein 140 ár og er jafnframt elsta hús sem stendur á Oddeyri.

Að undanförnu hafa félagarnir Pétur Jónsson yfirþjónn og Sigurgeir Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari verið að breyta Bryggjunni í afslappaðan „fine dining“ veitingastað þar sem góð þjónusta og gott úrval af kokteilum og víni haldast saman hönd í hönd við matreiðslu þar sem áhersla er lögð á frábært hráefni matreitt með nýstárlegum aðferðum í bland við klassískar aðferðir.

Veisluþjónusta - Banner

Sigurgeir byrjaði að læra fræðin sín hjá Garðari Kára Garðarssyni, þangað til að Garðar tók við sem yfirmatreiðslumaður á Depla, þá flutti Sigurgeir suður og kláraði samninginn á Moss í Bláa Lóninu. Sigurgeir vann þar eftir útskrift í rúmlega tvö ár og kláraði meistaranámið. Svo skellti covid öllu í lás og flutti Sigurgeir aftur heim til Akureyrar og tók við sem yfirkokkur á Bryggjunni.

Pétur og Sigurgeir kynntust þegar þeir voru á námssamningi á Akureyri. Pétur flutti til Reykjavíkur þar sem hann lærði listir sínar á Sjálandi og Reykjavík Meat og starfaði þar einnig eftir útskrift. Pétur flytur svo norður til þess að taka við sem yfirþjónn á Bryggjunni.

„Bryggjan var, áður en við Pétur tókum við, mjög hefðbundinn fjölskyldustaður, hamborgarar, pizzur, rif og þess háttar. Eigandinn vildi snúa blaðinu algjörlega við og þá hófumst við handa.“

Sagði Sigurgeir.

„…við reynum að nýta gjörsamlega allt.“

„Til að mynda erum við að dry age-a okkar eigið kjöt og er skápurinn okkar frammi í sal. Allt er gert frá grunni og mikil áhersla lögð á gott hráefni og koma fram við hráefnið af virðingu og við reynum að nýta gjörsamlega allt.“

Sagði Sigurgeir að lokum í samtali við veitingageirinn.is.

Matseðillinn á Bryggjunni breytist stöðugt og eru þeir félagar nýbyrjaðir með þriggja, fimm og sjö rétta seðla.

Heimasíða Bryggjunnar: www.bryggjan.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið