Vertu memm

Uppskriftir

Einföld paella

Birting:

þann

Einföld paella

Heildartími: 35 mín
Undirbúningstími: 10 mín
Hentar fyrir 4

Hráefni

  • 1 Knorr kjúklingateningur
  • 500 ml vatn
  • 1 msk. fljótandi smjörlíki
  • 500 g kjúklingalundir
  • 1 laukur, fínhakkaður
  • 1 chorizo-pylsa, hökkuð
  • 200 g basmati-hrísgrjón
  • 1 tsk. steytt túrmerik
  • 400 ml tómatar, hakkaðir
  • 1 lítill chili-pipar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 250 g soðnar og pillaðar rækjur
  • 200 g grænar baunir, forsoðnar í vatni og kældar
  • 1 sítróna, skorin í báta

Aðferð

Skref 1

Steiktu kjúklinginn þar til hann verður gullinbrúnn. Settu til hliðar.

Skref 2

Settu lauk og chorizo á pönnuna og steiktu í 1–2 mín. Hrærðu á meðan.

Skref 3

Bættu hrísgrjónum og túrmeriki saman við. Steiktu í 2 mín. og hrærðu á meðan. Síaðu vökvann frá tómötunum og bættu þeim síðan út á pönnuna ásamt hvítlauk, chili, vatni og kjúklingateningi. Láttu suðuna koma upp.

Skref 4

Láttu malla í 15 mín. eða þar til allur vökvi hefur gufað upp og hrærðu reglulega á meðan.

Skref 5

Settu kjúklinginn út á pönnuna ásamt rækjum og grænum baunum. Blandaðu vel saman og hitaðu í gegn í 2–3 mín. Berðu fram með sítrónubátum.

Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið