Uppskriftir
Lax með humar
Innihald:
600g lax
350-400 g skelflettir humarhalar
1 laukur
1-2 hvítlauksrif eftir smekk
200g smjör
salt og pipar
1 1/2 dl hvítvín
300g litlar soðnar kartöflur
Aðferð:
Laukurinn er brytjaður frekar smátt og mýktur í smjöri á pönnu. Gæta vel að hitanum því laukurinn má ekki brúnast. Þegar hann er mátulegur er hann veiddur upp af pönnunni og settur til hliðar.
Bætt við meira af smjöri á pönnuna bætið við laxinum og humar sem eru steiktir smástund (eiga ekki að gegnumsteikjast), saltað aðeins og piprað.
Þá eru þeir teknir af pönnunni og geymdir og laukurinn ásamt hvítlauknum, sem saxaður er smátt settur á pönnuna og hvítvíninu hellt yfir og látið sjóða upp að mestu við vægan hita.
Framreiðið með ristuðum kartöflum og grófu brauði
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







