Uppskriftir
Lax með humar
Innihald:
600g lax
350-400 g skelflettir humarhalar
1 laukur
1-2 hvítlauksrif eftir smekk
200g smjör
salt og pipar
1 1/2 dl hvítvín
300g litlar soðnar kartöflur
Aðferð:
Laukurinn er brytjaður frekar smátt og mýktur í smjöri á pönnu. Gæta vel að hitanum því laukurinn má ekki brúnast. Þegar hann er mátulegur er hann veiddur upp af pönnunni og settur til hliðar.
Bætt við meira af smjöri á pönnuna bætið við laxinum og humar sem eru steiktir smástund (eiga ekki að gegnumsteikjast), saltað aðeins og piprað.
Þá eru þeir teknir af pönnunni og geymdir og laukurinn ásamt hvítlauknum, sem saxaður er smátt settur á pönnuna og hvítvíninu hellt yfir og látið sjóða upp að mestu við vægan hita.
Framreiðið með ristuðum kartöflum og grófu brauði
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða