Vertu memm

Bocuse d´Or

Skötuselur verður skylduhráefni á Bocuse d´Or 2023

Birting:

þann

Monk fish - Skötuselur

Skötuselur er ekki fríður en góður
Mynd úr safni

Það styttist í Bocuse d’Or úrslitakeppnina, en hún verður haldin 22. og 23. janúar 2023 í Lyon.  Þar mun Sigurjón Bragi Geirsson keppa fyrir hönd Íslands.

Liðin 24 sem keppa hafa fimm og hálfan tíma til að búa til, meðal annars, sjávarréttadisk fyrir 15 manns sem samanstendur af eftirfarandi þáttum:

Aðalhráefni: 2 x skötuselur (hauslausir). Hörpuskel til að búa til fyllingu.

Skreyting/meðlæti: Tvær grænmetisskreytingar settar á fatið og eitt skraut af „ragout“ gerð sem sýnir belgjurt frá þátttökulandinu.

Íslenska Bocuse d´Or teymið

Íslenska Bocuse d´Or teymið.
F.v. Guðmundur Halldór Bender, Hugi Rafn Stefánsson, Sigurjón Bragi Geirsson, Sigurður Laufdal og Dagur Hrafn Rúnarsson.
Mynd: aðsend / Sigurjón Bragi

Evrópukeppnin (undanúrslitin) fóru fram Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í mars s.l. og voru 18 lönd sem tóku þátt í keppninni sem stóð yfir í tvö daga.

Tíu efstu sætin tryggðu sér sæti í úrslitakeppnina sem verður, eins og áður segir, haldin í Lyon í Frakklandi 22. og 23. janúar næstkomandi. Sigurjón Bragi keppti fyrir hönd Íslands og náði 5. sæti í undankeppninni.

Aðstoðarmaður Sigurjóns í undankeppni Bocuse d´Or í Búdapest var Hugi Rafn Stefánsson og þeim til aðstoðar voru Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðmundur Halldór Bender.

Þjálfari var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson.

Friðgeir Ingi Eiríksson dæmdi fyrir hönd Íslands.

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið