Bocuse d´Or
Skötuselur verður skylduhráefni á Bocuse d´Or 2023
Það styttist í Bocuse d’Or úrslitakeppnina, en hún verður haldin 22. og 23. janúar 2023 í Lyon. Þar mun Sigurjón Bragi Geirsson keppa fyrir hönd Íslands.
Liðin 24 sem keppa hafa fimm og hálfan tíma til að búa til, meðal annars, sjávarréttadisk fyrir 15 manns sem samanstendur af eftirfarandi þáttum:
Aðalhráefni: 2 x skötuselur (hauslausir). Hörpuskel til að búa til fyllingu.
Skreyting/meðlæti: Tvær grænmetisskreytingar settar á fatið og eitt skraut af „ragout“ gerð sem sýnir belgjurt frá þátttökulandinu.
Evrópukeppnin (undanúrslitin) fóru fram Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í mars s.l. og voru 18 lönd sem tóku þátt í keppninni sem stóð yfir í tvö daga.
Tíu efstu sætin tryggðu sér sæti í úrslitakeppnina sem verður, eins og áður segir, haldin í Lyon í Frakklandi 22. og 23. janúar næstkomandi. Sigurjón Bragi keppti fyrir hönd Íslands og náði 5. sæti í undankeppninni.
Aðstoðarmaður Sigurjóns í undankeppni Bocuse d´Or í Búdapest var Hugi Rafn Stefánsson og þeim til aðstoðar voru Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðmundur Halldór Bender.
Þjálfari var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson.
Friðgeir Ingi Eiríksson dæmdi fyrir hönd Íslands.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla