Vín, drykkir og keppni
Vínkjallari veitingahússins elBulli seldur á uppboði í Hong Kong
Vínkjallari hins heimsfræga veitingahúss elBulli á Spáni hefur verið seldur á uppboði í Hong Kong. Vínkjallarinn var hluti af voruppboði Sotheby´s í Hong Kong fyrr í mánuðinum og fengust 1,8 milljónir dollara fyrir hann eða yfir 200 milljónir króna. Þetta var tugum milljóna króna yfir verðmatinu á vínkjallaranum fyrir uppboðið en mikið líf og fjör var á staðnum þegar flöskurnar voru boðnar upp að því er segir á vefsíðunni luxury insider.
Af dýrustu vínunum má nefna þrjár flöskur af 1990 árganginum af rauðvíninu Domaine de la Romanée-Conti en þær voru slegnar á yfir 72.000 dollara eða rúmlega 8 milljónir króna.
Veitingahúsið elBulli var með þrjár stjörnur í Michelin leiðarvísinum þegar því var lokað árið 2011 eftir stöðugan taprekstur árin á undan. elBulli var fimm sinnum kjörið veitingahús ársins í heiminum á síðasta áratug.
Til stendur að opna elBulli að nýju í ár en þá sem elBullistofnunina fyrir matargerðarlist. Raunar rann allur ágóðinn af fyrrgreindu uppboði til þeirra stofnunnar.
Greint frá á visir.is
Mynd: Fengin af netinu

-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards