Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla | „..orðinn spenntur fyrir næstu veislu hjá þeim“

Birting:

þann

Haukur Ásgeirsson bryti og matreiðslumaður í Turninum

Haukur Ásgeirsson bryti og matreiðslumaður í Turninum

kotilettukvold_5des20137Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla var haldið fimmtudagskvöldið 5. desember s.l. í Turninum. Uppistaðan í þessum hópi er fyrrverandi áhafnameðlimir á nýsköpunar- togaranum Hafliða sem gerður var út frá Siglufirði. Heimasíða þeirra er á vefslóðinni si2.is, og geta menn fræðst þar um viðkomandi félagsskap.

Við félagarnir náðum að koma okkur inn í þennann hóp og mættum á Herrakvöldið þeirra.

Á matseðlinum var:

Drykkjarföng voru malt og appelsín.

Á matseðlinum voru lúbarðar lambakótilettur í raspi

Á matseðlinum voru lúbarðar lambakótilettur í raspi

Lúbarðar lambakótilettur í raspi, sérvaldar og ekki fitusnyrtar, með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, asíum, rauðkáli, rababarasultu, brúnni sósu og feiti.

Smakkaðist þetta alveg fantavel og því miður er leitun að svona góðum lettum á veitingastöðum borgarinnar.

Svo sagði Ásmundur Friðriksson sjóarasögur af mikilli innlifun og skellihló salurinn trekk í trekk, einnig tók til máls einn af forsvarsmönnum hópsins og gaf hann lítið eftir í sögum af sjónum, en þetta eru svona sögur sem sagðar voru þarna inni en fara ekki lengra.

Svo kom Ábætirinn og var þar boðið upp á coctailávexti með 3 tegundum af ís og þeyttum rjóma eins og var í gamla daga á sjónum á sunnudögum.

Þessi skemmtun var alveg þess virði að mæta og er ég orðinn spenntur fyrir næstu veislu hjá þeim.

 

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Birgir Ingimarsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið