Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Oddný og Ólíver unnu sér keppnisrétt á norðurlandamóti vínþjóna

Birting:

þann

Oddný og Ólíver unnu sér keppnisrétt á norðurlandamóti vínþjóna

Oddný og Ólíver unnu sér keppnisrétt á norðurlandamóti vínþjóna

Í gær, sunnudaginn 26. júní, fór fram undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna sem haldið verður í Kaupmannahöfn 9. október næstkomandi.

Keppendur fóru í gegnum skriflegt próf og blindsmakk af tveimur léttvínum, auk framreiðslu á freyðivíni og fór keppnin öll fram á ensku.

Sjá einnig: Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Skráning hafin

Það voru þau Oddný Ingólfsdóttir frá Sumac og Óliver Goði á Aldarmót Bar sem stóðu uppi með hæstu einkunn og óskum við í Vínþjóna Samtökum Ísland þeim innilega til hamingju.

Dómarar voru; Alba, Tolli og Peter.

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið