Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki það sama
Síðustu misseri hafa hugtökin „fæðuöryggi“ og „matvælaöryggi“ verið mikið notuð í umræðunni enda hafa bæði sterkari skírskotun til stjórnvalda og almennings vegna breyttrar heimsmyndar.
Þó að keimlík séu hafa hugtökin sitthvora þýðinguna, en eðlilega vill stundum bregða svo við að þeim er ruglað saman, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matvælaráðuneytinu.
Skilgreiningarnar á hugtökunum eru:
Fæðuöryggi:
Þegar allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.
Matvælaöryggi:
Þegar matvæli eru örugg til neyslu. Matur er meðhöndlaður, matreiddur og geymdur þannig að hætta á matarsjúkdómum er í lágmarki. Matvæli eru varin fyrir sýkingarvöldum og efnasamböndum sem valdið geta neytendum heilsutjóni.
Gætum að matvælaöryggi og tryggjum fæðuöryggi!
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






