Vertu memm

Uppskriftir

Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu – Snorri: „Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!“

Birting:

þann

Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu

Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu

Hér eru sumarborgararnir mættir! Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar majó, beikon, jalapeno, cheddar og taco krydd koma saman í dúnmjúku kartöflubrauðinu og maður fær bara ekki nóg.

Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!

Fyrir 4:

Smassborgarar, 4x 120 g

Taco krydd, 1,5 msk / Ég notaði El Paradiso

Kartöflu hamborgarabrauð, 4 stk

Amerískur cheddar ostur, 4 sneiðar

Beikon, 8 sneiðar

Tómatur, 2 stk

Rauðlaukur, 1 stk

Salatblanda, 40 g

Heinz Seriously good mayo, eftir smekk

Heinz mayo mix, eftir smekk

Mission salsasósa, 120 ml

Jalapeno eftir smekk

Kóríander eftir smekk. Franskar

Forhitið ofn í 180°C með blæstri.

  1. Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
  2. Sneiðið tómata og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk.
  3. Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu eða í efri grind á grilli.
  4. Kryddið borgarana rausnarlega með taco kryddi á báðum hliðum. Steikið eða grillið borgarana í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ost á kjötið þegar því er snúið.
  5. Smyrjið brauðin með majónesi og raðið svo salatblöndu, kjöti, salsasósu, jalapeno, lauk, tómötum og beikoni í brauðin. Saxið kóríander og stráið yfir borgarana áður en þeim er lokað.
  6. Berið fram með frönskum og Heinz mayomix sósu.

Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið