Frétt
Núðlur innkallaðar – Fannst of mikið magn af Etýlenoxíð í vörunni
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Instant Noodles Pancit Canton Chili sem fyrirtækið Filipino Store ehf. flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er ólöglegt að nota það við matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað núðlurnar í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Lucky Me!
- Vöruheiti: Instant Noodles Pancit Canton Chili
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 27/07/2022
- Strikamerki: 4807770271229
- Framleiðandi: Mobde Nissin Thailand Co. LTD.
- Framleiðsluland: Tæland.
- Innflytjandi: Filipino Store ehf., Langarima 23, 112 Reykjavík.
- Dreifing: Aðeins selt í versluninni Filipino Store, Langarima 23, og í vefverslun www.filipino.is.
Mynd: mast.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni