Markaðurinn
Nýr ferskur ostur frá smiðju MS – Twaróg
Íslenskur Twaróg er nýr ferskur ostur sem verður sífellt vinsælli víða um heim, en hann á rætur að rekja til Póllands þar sem hann er meðal þekktustu matvara landsins.
Twaróg er ferskur og bragðmildur ostur með rjómakenndu bragði sem nýtist á afar fjölbreyttan hátt. Hann er til að mynda afar vinsæll sem álegg á brauð með ýmsu grænmeti, kryddjurtum og pestói. Hann er uppistaða í mörgum eftirréttum og ostakökum í Póllandi. Hann smellpassar í ýmsan bakstur og fjölbreytta matargerð og má þar nefna ommilettur og salöt.
Twaróg er skyldastur Kotasælu, sem við þekkjum svo vel og Qvarki / Quargi, sem er neytt í miklu magni í Þýskalandi og Austurríki, og þó áferðin ostanna sé ólík eiga þeir rjómakennt bragðið sameiginlegt.
Mynd: ms.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann