Frétt
Samþykkt að framlengja lokunar- og viðspyrnustyrki
Alþingi samþykkti í gær frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja og viðspyrnustyrkja vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Framhald lokunarstyrkja er hugsað fyrir þá sem þurftu tímabundið að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaráðstafana og urðu af verulegum tekjum vegna þess. Úrræðið er í öllum meginatriðum sambærilegt og gilti um fyrri lokunartímabil í faraldrinum.
Hámarksfjárhæð lokunarstyrkja verður hækkuð úr 260 millj. kr. í 330 millj. kr. en hækkunin er í samræmi við tímabundinn ramma Evrópusambandsins um ríkisaðstoð til stuðnings hagkerfinu vegna heimsfaraldurs Covid-19. Upphaflega gilti tímabundni ramminn til 31. desember 2020 en hann hefur verið framlengdur og gildir nú út júní 2022.
Þá var einnig samþykkt framhald á lögum um viðspyrnustyrki sem fela í sér aðstoð til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir a.m.k. 40% tekjufalli í almanaksmánuði m.v. sama mánuð árið 2019. Styrkurinn nemur 90% af rekstrarkostnaði rekstraraðila í mánuðinum en þó aldrei hærri en 2,5 m. kr. Styrkirnir hafa einkum nýst smærri rekstraraðilum, t.a.m. í ferðaþjónustu, veitingaþjónustu, heild- og smásölu, sem og í menningargreinum. Viðspyrnustyrkir tóku við að tekjufallsstyrkjum og hafa verið veittir frá nóvember 2020 en úrræðinu lauk í nóvember 2021. Með framlengingu úrræðisins munu rekstraraðilar geta sótt um viðspyrnustyrki fyrir tímabilið desember 2021 og út mars 2022.
Frá upphafi heimsfaraldursins í mars 2020 hafa stjórnvöld veitt fjölbreyttan stuðning í úrræðum fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Má auk lokunarstyrkja og viðspyrnustyrkja nefna tekjufallsstyrki, stuðningsgreiðslur á uppsagnarfresti, stuðningslán, hlutabætur, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins en heildarumfang COVID ráðstafana árin 2020 og 2021 nam um 215 milljörðum.
Skatturinn sér um afgreiðslu lokunar- og viðspyrnustyrkja.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina