Keppni
Keppni matreiðslu- og framreiðslunema – föstudaginn 14. janúar 2022
Föstudaginn 14. janúar 2022 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Keppnin fer fram föstudaginn 14. janúar nk. kl. 10.30.
Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta:
- skriflegt próf
- verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og eftirrétt.
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf,
- blöndun drykkja – tveir drykkir
- kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
- fyrirskurður
- eldsteiking og
- fjögur sérvettubrot
Keppendur hafa ekki aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefna.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Hótel- og matvælaskólanum 23. og 24. apríl 2022.
Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2022 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2022.
Allar frekari upplýsingar veitir Ólafur Jónsson sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR ([email protected]).
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla