Vín, drykkir og keppni
„Cream of the Crop“ uppboðið
Góðgerðarsamtökin The Drinks Trust, í samstarfi við Whisky.Auction mun halda fyrsta árlega uppboðið sitt, þar sem allur ágóði er notaður til að fjármagna hin mismunandi verkefni sem góðgerðarsamtökin styðja.
The Drinks Trust eru samtök fyrir vín-, og drykkjariðnaðinn í Bretlandi, sem býður upp á fræðslu, stuðning til fagfólks í greininni ofl.
Árið 2020 misstu yfir 660.000 manns starf sitt sem starfa í drykkjariðnaðinum í veitingageiranum.
Í gegnum heimsfaraldurinn hefur The Drinks Trust veitt einstaklingum fjárhagslegan stuðning, geðheilbrigðisþjónustu og lagt sitt af mörkum á margvíslegan hátt til framtaks góðgerðarmála, að því er fram kemur í tilkynningu.
Nýjasta framtakið er góðgerðaruppboðið Cream of the Crop, með glæsilegu úrvali af hlutum sem mismunandi hagsmunaaðilar hafa gefið.
Kaupendur geta boðið í ýmsa hluti til 23. nóvember með því að smella hér.
Mynd: www.drinkstrust.org.uk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt15 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






