Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Framtíðin í jólahlaðborðum?

Birting:

þann

christmas_tinner

christmas_tinner2Þegar það spurðust út að allra hörðustu tölvuleikjanotendur mundu ekki hugsa sig tvisvar um að sleppa jólamáltíðinni til að þurfa ekki að hætta að spila tölvuleik ákvað matvælaframleiðandi að grípa til aðgerða.

The Game bjó til dós með níu lögum af jólamat sem kallast „Christmas Tinner” eða jóladósin. Efsta lagið eru hrærð egg og beikon og undir þeim er hakkað kjöt. Í miðjunni er síðan kalkúnn, kartöflur og steiktar gulrætur og fleira meðlæti og neðst er jólagrautur, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Allt er þetta í einni dós og hannað af Chris Godfrey. Verðið er síðan ekki neitt eða aðeins 1,99 pund. Í markaðssetningu jóladósarinnar er einnig tekið fram að hér sparist uppvask. Dósin er 400 grömm og tekur 12 mínútur að hita. The Daily Mail segir frá málinu í gær.

Hér er klárlega lausnin fyrir lata kokkinn.

 

Mynd: Heildsalan Game í Bretlandi

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið