Vertu memm

Frétt

Hvað borða Íslendingar á aðfangadag? – Dregur úr vinsældum rjúpunnar

Birting:

þann

Jólahlaðborð - Jól

Vinsældir hamborgarhryggsins haldast nær óbreyttar milli ára en tæplega helmingur landsmanna (47%) hyggst gæða sér á hátíðarréttinum hefðbundna á aðfangadagskvöld.

Lambakjöt annað en hangikjöt (11%) situr í öðru sæti mælinga líkt og í fyrra en færri segjast nú ætla að borða rjúpu (6%) heldur en áður. Þá halda vinsældir grænmetisfæðis áfram að aukast, sér í lagi meðal yngstu svarenda. Þetta kemur fram í nýrri jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 10.-16. desember 2020.

Þó að vinsældir hamborgarhryggsins hafi dregist saman um 6 prósentustig frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust árið 2010 hefur hlutfall þeirra sem sögðust ætla að leggja hann sér til munns á aðfangadagskvöld haldist nokkuð stöðugt yfir síðustu fimm árin.

Dregur úr vinsældum rjúpunnar

Vinsældir rjúpunnar hafa einnig dregist saman frá því að mælingar hófust og voru nú 4 prósentustigum færri sem sögðust ætla að fá sér rjúpu samanborið við aðfangadag 2010. Hlutfall þeirra sem sögðust ætla að snæða grænmetisrétt heldur þó jafnt og þétt áfram að aukast og telur nú 5% landsmanna, samanborið við einungis 1% við upphaf mælinga.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið