Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Lúxushótelið Höfði Lodge opnar við Grenivík í Eyjafirði
Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, eru komnir vel af stað með risaverkefni í heilsársferðaþjónustu.
Í samstarfi við erlenda fjárfesta þá eru þeir að hefja byggingu á glæsilegu lúxus hóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði, að því er fram kemur í Vikublaðinu á Akureyri.
Hótelið, sem hefur fengið nafnið Höfði Lodge, verður 5500 fm. að stærð með 40 herbergjum, þar af fjórum svítum, ásamt bar, veitingastað, heilsurækt, funda- og ráðstefnusal og allri annarri þjónustu.
Í samtali við Vikublaðið segir Björgvin að verkefnið gangi vel en vegaframkvæmdir að fyrirhuguðu hótelinu eru hafnar.
„Þetta gengur mjög vel, við erum bara að klára veginn núna og sprengjum klöppina vonandi núna í næstu viku,“
segir Björgvin.
Hótelið mun rísa fyrir ofan 50 metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanverðan Eyjafjörðinn. Þaðan er útsýnið stórbrotið samspil milli hafs og fjalla, með óhindrað útsýni til mynnis Eyjafjarðar og yfir á Tröllaskagann. Björgvin dregur heldur ekkert undan þegar hann segir að þeir félagarnir hafi fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel.
Tölvuteiknaðar myndir: hofdilodge.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti