Vertu memm

Frétt

Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar

Birting:

þann

Ísland - Náttúra

Um  níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar (júní-ágúst) þar sem gist er eina nótt eða lengur samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þrátt fyrir að stór hluti landsmanna hafi fengið bólusetningu að einhverju eða öllu leyti þá virðist það ekki hafa breytt afstöðu manna til utanlandsferða frá því sem var í upphafi árs.

Könnunin sem framkvæmd var af Gallup dagana 14.-27. maí samanstendur af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði en sömu spurnirngar voru lagðar fyrir fyrr á árinu (jan-feb).

Niðurstöðurnar sýna:

  • 91,3% landsmanna ætla að ferðast innanlands í sumar.
  • Landsmenn gera ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir.
  • Flestir landsmenn ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferð(ir) (44%), ferð(ir) með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferð(ir) (32%).
  • Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru.
  • Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagsamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Yngri aldurshópar eru líklegri að að
  • Ferðaáform um utanlandsferðir á árinu hafa ekki breyst frá fyrri mælingu (jan-feb) en um 38,3% ætla að ferðast svipað í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna.
  • Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira  og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa því lítið breyst frá könnuninni sem framkvæmd var fyrr á árinu (jan-feb).
Ferðamálastofa

Könnunin var unnin sem netkönnun á tímabilinu 14.-27. maí 2021. Úrtakið var 1.796 einstaklingar, 18 ára og eldri af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Svarfjöldi var 821 einstaklingur og var þátttökuhlutfallið 45,7%. Gögn könnunarinnar voru vigtuð til þess að úrtakið endurspeglaði þýðið með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum Gallup í samvinnu við Ferðamálastofu.

Niðurstöður könnunar í heild:

Ferðaáform Íslendinga sumarið 2021

Skoða niðurstöður könnunar sem gerð í janúar-febrúar 2021

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið