Vertu memm

Uppskriftir

Kókos greipaldin kaka

Birting:

þann

Kókos greipaldin kaka

Kókos greipaldin kaka

Ég mæli með því að baka þessa með kaffinu um helgina. Hún er svakalega góð en sum börn eru ekki hrifin af henni svo ég mæli með henni fyrir fullorðna.

Það má líka nota aðra sítrusávexti og aðrar bragðtegundir af jógúrt til að breyta bragðinu ef þið viljið. Appelsína og mangójógúrt er líka svakalega góð blanda og svo lime og hindberjajógúrt líka. Auðvelt að breyta kökunni alveg bara með hráefninu.

Innihald:

190 g hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
3 egg
180 g kókosjógúrt
200 g sykur
120 ml olía
60 ml safi úr rauðu greipaldin + fínt raspaður börkurinn
1 tsk vanilluduft
Sneiðar af rauðu greipaldin og kókosflögur til að skreyta

Aðferð:

Hitið ofninn upp í 180°c. Setjið hveitið og lyftiduftið saman í skál. Setjið svo eggin, jógúrtið, sykurinn, olíuna, safinn og börkinn af greipaldinu, vanilluna saman í skál og blandið vel.

Bætið svo blautu blöndunni í skömmtun við þurru blönduna en forðist að ofhræra þetta. Setjið blönduna í form klætt með smjörpappír og bakið í 40-50 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn.

Hrefna Rósa Sætran

Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið