Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Framkvæmdir á lokasprettinum – Myndir
Þeir sem hafa átt leið hjá Landssímareitnum undanfarið hafa eflaust tekið eftir miklum breytingum frá því sem áður var, en þar mun Icelandair hótel starfrækja hótel undir merkjum Curio by Hilton.
Tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd og einnig verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.
Þótt mikið hafi verið framkvæmt þykja byggingarnar, bæði nýjar og gamlar, falla mjög vel að þeirri götumynd sem fyrir er og öðrum húsum í nærumhverfinu.
Nú er komið að lokasprettinum í framkvæmdum, sem ætti að vera lokið að mestu í júní næstkomandi. Þótt vegfarendur sjái aðeins það sem fyrir augu ber utanhúss eru iðnaðarmenn í óðaönn að setja upp innréttingar í herbergjum, leggja gólfefni, ganga frá loftum og svo framvegis.
Í nýja NASA-salnum hefjast þeir brátt handa við að setja upp innréttingar. Flísalögn í heilsulind í kjallara Thorvaldsensstrætis er 6 komin vel á veg. Þá styttist í að lóðafrágangur hefjist.
Myndir: facebook / Landssímareitur
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu











