Smári Valtýr Sæbjörnsson
Skúli í Subway kaupir heildsölu
Hluthafar Eggerts Kristjánssonar hf. hafa selt allt hlutafé sitt í félaginu til nýrra eigenda. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á félaginu. Eggert Kristjánsson hf. er rúmlega 90 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu til matvöruverslana, veitingahúsa og annarra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Kaupendur eru Leiti eignarhaldsfélag ehf. sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, Hallgrímur Ingólfsson, sem var áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri Byggt og búið, og Páll Hermann Kolbeinsson framkvæmdastjóri.
Í fréttatilkynningu segir að nýir eigendur hafi margháttaða reynslu af rekstri. „Ætlunin er að byggja félagið upp enn frekar á þeim góða grunni sem til staðar er,“ segir í tilkynningunni. Gunnar Aðalsteinsson, núverandi framkvæmdastjóri, mun áfram starfa fyrir félagið og aðstoða nýja eigendur eftir þörfum, en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins mbl.is.
Mynd: af heimasíðu eggert.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann