Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Skúli í Subway kaupir heildsölu

Birting:

þann

Eggert Kristjánsson hf. - Skútuvogi 3

Hluthafar Eggerts Kristjánssonar hf. hafa selt allt hlutafé sitt í félaginu til nýrra eigenda. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á félaginu. Eggert Kristjánsson hf. er rúmlega 90 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu til matvöruverslana, veitingahúsa og annarra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kaupendur eru Leiti eignarhaldsfélag ehf. sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, Hallgrímur Ingólfsson, sem var áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri Byggt og búið, og Páll Hermann Kolbeinsson framkvæmdastjóri.

Í fréttatilkynningu segir að nýir eigendur hafi margháttaða reynslu af rekstri. „Ætlunin er að byggja félagið upp enn frekar á þeim góða grunni sem til staðar er,“ segir í tilkynningunni. Gunnar Aðalsteinsson, núverandi framkvæmdastjóri, mun áfram starfa fyrir félagið og aðstoða nýja eigendur eftir þörfum, en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins mbl.is.

 

Mynd: af heimasíðu eggert.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið