Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir spennandi staðir bætast við flóruna á Götumarkaðnum
Götumarkaðurinn „pop up“ er án efa eitt mest spennandi veitingahúsa konseptið á Íslandi í dag. Þar er að finna gríðarlega spennandi nýja staði og eiga þeir það allir sameiginlegt að vera alþjóðlegir!
Just Wingin It – Vængjavagninn er amerískur kjúklingavængjastaður sem hefur heldur betur slegið í gegn. Þeir unnu titilinn „besti smá bitinn“ í keppninni um „Besti Götubitinn 2020“ og voru dómnefnd sammála um að þetta væru bestu kjúklingavængir sem væri í boði á Íslandi.
Arctic Pies – er nýr ástralskur staður þar sem boðið eru uppá vinsælasta skyndibitann í Ástralíu, kjöt og grænmetis bökur. Bökurnar eru handgerðar með dýrindis úrvali af kjötmeti og meðlæti, en einnig eru þeir með grænmetis og vegan útgáfur af sínum bökum.
Nýr spennandi Dim Sum „pop up“ staður opnar á Götumarkaðnum 12 febrúar n.k. Bao Bao – Yum Cha er nýtt gríðarlega spennandi konsept þar sem hinn sjálfmenntaði kokkur frá Kanada, Lea Jade Kuliczkowski mun kynna fyrir okkur kínversku arfleið sinni í formi matar.
Hugmyndin er innblásin af ömmu hennar og bernskuminningum frá í kínahverfinu í Toronto. Heildar hugmyndin af konseptinu er að gestir njóti með vinum og fjölskyldu, deili matnum spjalli saman og upplifi ekta Kantóska matarupplifun og stemmingu.
Bókaðu borð sem fyrst, því um takamarkað sæta pláss er í boði og fagnaðu kínverska nýja árinu, ári Uxans. Borða pantanir fara í gegnum e-mailið: [email protected]
Mónópól Bar – er „pop up“ barinn í húsnæðinu og er stjórnað af Andreas, en þess má geta að hann er frá Svíþjóð.
Komdu og kíktu á alþjóðlegasta Götumarkaðinn á Íslandi, til hvers að fara erlendis, þegar þú getur komið á Götumarkaðinn Klapparstíg 28-30
Staðsetning:
Klapparstígur 28-30 (inngangur við Hjartatorg)
Opið – miðvikudaga til sunnudaga.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur