Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þakkargjörðarhátíðin haldin hátíðleg í dag | „..þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu“

Birting:

þann

Bandaríkjamenn fagna í dag þakkargjörðarhátíðinni og því víst að kalkúnn og sætar kartöflur verði á borðum víða, en þessi hátíð er haldin fjórða fimmtudag í nóvember á hverju ári.

Hér á Íslandi eru fjölmörg veitingahús og hótel sem bjóða upp þakkargjörðarmáltíð en hefðbundnir réttir eru kalkúnn og graskersbaka.

Veisluþjónustan Menu Veitingar býður að sjálfsögðu upp á Kalkún með öllu tilheyrandi enda fjölmargir bandarískir hermenn í mat hjá þeim.

Um 600 manns í morgun og núna í hádeginu.  Við erum með 250 hermenn í einn mánuð í allar máltíðir yfir daginn, morgun-, hádegis-, kvöld-, og næturmat og þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu.  Í kvöld verðum við með Amerískt þakkargjörðarhlaðborð fyrir hermennina.

, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um fjöldann í mat hjá þeim.

Meðfylgjandi myndir voru taggaðar #veitingageirinn inn á Instagram og sýna lífið á bakvið veitingageirann, en myndirnar tók Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Menu veitingum.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið