Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þakkargjörðarhátíðin haldin hátíðleg í dag | „..þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu“
Bandaríkjamenn fagna í dag þakkargjörðarhátíðinni og því víst að kalkúnn og sætar kartöflur verði á borðum víða, en þessi hátíð er haldin fjórða fimmtudag í nóvember á hverju ári.
Hér á Íslandi eru fjölmörg veitingahús og hótel sem bjóða upp þakkargjörðarmáltíð en hefðbundnir réttir eru kalkúnn og graskersbaka.
Veisluþjónustan Menu Veitingar býður að sjálfsögðu upp á Kalkún með öllu tilheyrandi enda fjölmargir bandarískir hermenn í mat hjá þeim.
Um 600 manns í morgun og núna í hádeginu. Við erum með 250 hermenn í einn mánuð í allar máltíðir yfir daginn, morgun-, hádegis-, kvöld-, og næturmat og þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu. Í kvöld verðum við með Amerískt þakkargjörðarhlaðborð fyrir hermennina.
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um fjöldann í mat hjá þeim.
Meðfylgjandi myndir voru taggaðar #veitingageirinn inn á Instagram og sýna lífið á bakvið veitingageirann, en myndirnar tók Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Menu veitingum.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa