Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þakkargjörðarhátíðin haldin hátíðleg í dag | „..þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu“
Bandaríkjamenn fagna í dag þakkargjörðarhátíðinni og því víst að kalkúnn og sætar kartöflur verði á borðum víða, en þessi hátíð er haldin fjórða fimmtudag í nóvember á hverju ári.
Hér á Íslandi eru fjölmörg veitingahús og hótel sem bjóða upp þakkargjörðarmáltíð en hefðbundnir réttir eru kalkúnn og graskersbaka.
Veisluþjónustan Menu Veitingar býður að sjálfsögðu upp á Kalkún með öllu tilheyrandi enda fjölmargir bandarískir hermenn í mat hjá þeim.
Um 600 manns í morgun og núna í hádeginu. Við erum með 250 hermenn í einn mánuð í allar máltíðir yfir daginn, morgun-, hádegis-, kvöld-, og næturmat og þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu. Í kvöld verðum við með Amerískt þakkargjörðarhlaðborð fyrir hermennina.
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um fjöldann í mat hjá þeim.
Meðfylgjandi myndir voru taggaðar #veitingageirinn inn á Instagram og sýna lífið á bakvið veitingageirann, en myndirnar tók Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Menu veitingum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars