Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Í stað hátíðarkvöldverðarins mun Klúbbur matreiðslumeistara bjóða starfsfólki Landsspítalans til hádegisverðar

Birting:

þann

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara - 6. janúar 2018

Frá hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara 2018

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara hefur um árabil verið fastur punktur í skemmtanahaldi landans. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins mun viðburðurinn sem átti að fara fram 9. janúar 2021 ekki fara fram.

Fjöldi fagfólks hefur unnið endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og undirbúið framúrskarandi upplifun sem um leið átti að vera helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbbur matreiðslumeistara rekur Kokkalandsliðið og heldur keppnina um Kokk ársins, auk fjölda annarra verkefna sem miða að eflingu matarmenningu okkar Íslendinga.

Í tilkynningu segir að í stað hátíðarkvöldverðarins mun Klúbbur matreiðslumeistara bjóða starfsfólki Landsspítalans til hádegisverðar 9. janúar sem þakklætisvott fyrir mikla og óeigingjarna vinnu í Covid faraldrinum.

Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið