Viðtöl, örfréttir & frumraun
Í stað hátíðarkvöldverðarins mun Klúbbur matreiðslumeistara bjóða starfsfólki Landsspítalans til hádegisverðar
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara hefur um árabil verið fastur punktur í skemmtanahaldi landans. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins mun viðburðurinn sem átti að fara fram 9. janúar 2021 ekki fara fram.
Fjöldi fagfólks hefur unnið endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og undirbúið framúrskarandi upplifun sem um leið átti að vera helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbbur matreiðslumeistara rekur Kokkalandsliðið og heldur keppnina um Kokk ársins, auk fjölda annarra verkefna sem miða að eflingu matarmenningu okkar Íslendinga.
Í tilkynningu segir að í stað hátíðarkvöldverðarins mun Klúbbur matreiðslumeistara bjóða starfsfólki Landsspítalans til hádegisverðar 9. janúar sem þakklætisvott fyrir mikla og óeigingjarna vinnu í Covid faraldrinum.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro