Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tilraunaveiðar með humargildrur ganga vonum framar

Birting:

þann

Humar - Leturhumar

Tilraunaveiðar með humargildrur á Ingu P SH ganga vonum framar og er auðsjáanlega humar víða í Breiðafirði.

Á mbl.is kemur fram að nokkuð óvænt tókst að ná í 120 kíló undan Arnarstapa, en þar hafa slíkar veiðar ekki verið stundaðar áður.

Fyrst voru gildrurnar í tilraunaveiðunum lagðar ellefu mílur vestur af Öndverðarnesi og var afli með ágætum en veður hamlaði þó veiðum. Í síðustu viku voru svo gildrurnar færðar í svokallað Jökuldýpi sem er þekkt humarsvæði, en áður fyrr voru humartogskip þar að veiðum, að því er fram kemur á mbl.is sem fjalla nánar um það hér.

Mynd: úr safni

Sigurður Einarsson, ( Siggi Einars. ) matreiðslumeistari, lærði og vann á Hótel Sögu 1973 – 1977, 1984- 1988 vaktstjóri í Grillinu á Sögu. Hefur unnið við matreiðslu og flest sem viðkemur hótelfaginu bæði hérlendis sem og erlendis. Starfað fyrir Félag Matreiðslumanna og Klúbb matreiðslumeistara, skrifað um mat og kennt matreiðslu bæði á Íslandi og noregi. Hægt er að hafa samband við Sigurð á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið