Frétt
Matvælasjóður fær 250 milljón króna viðbótarframlag
Matvælasjóður mun fá 250 milljón króna viðbótarframlag á næsta ári samkvæmt nýbirtu fjárlagafrumvarpi. Alls er því áformað að sjóðurinn muni hafa 628 milljónir til umráða á næsta ári og stefnt er á næstu úthlutun úr sjóðnum á vormánuðum 2021.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
„Með stofnun Matvælasjóðs fyrr á þessu ári vorum við í krafti nýsköpunar og þróunar að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er því sérstaklega ánægjulegt, og um leið mikilvægt í núverandi ástandi, að auka enn frekar tækifæri sjóðsins til að styrkja öflug verkefni um allt land. Sú ákvörðun mun vafalaust skila sér í enn frekari sókn íslenskrar matvælaframleiðslu á komandi misserum og árum.“
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári.
Áætlað var að sjóðurinn hefði til umráða tæplega 400 m. króna árlega en í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 250 milljón króna viðbótarframlagi til að styðja við nýsköpun, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Er það liður í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins en sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu með nýsköpun í þeirri aðgerðaáætlun.
Alls bárust 263 umsóknir í fyrstu úthlutun sjóðsins, en umsóknarfrestur var til 21. september sl.
Sjá einnig:
Nú vinna fagráð sjóðsins að því að meta umsóknir úr fyrstu úthlutun sjóðsins og í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Stefnt að því að niðurstöður verði kunngerðar um næstu mánaðarmót.
Mynd: stjornarradid.is
-
Frétt21 klukkustund síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum