Frétt
Óheimilt að nefna íslenska framleiðslu: „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka“
Matvælastofnun hefur beint tilmælum til nokkurra matvælafyrirtækja að stöðva notkun verndaðra afurðarheita á merkingum. Ástæðan er að vöruheitin njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmt milliríkjasamningi.
Um er að ræða heiti eins og „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka.“ FETA nýtur verndar sem skráð afurðarheiti í Grikklandi og BAYONNE nýtur verndar sem skráð afurðarheiti í Frakklandi.
Í gildi er samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins sem nefnist „Samningur um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla“ og tók hann gildi 1. maí 2016. Samningurinn byggir á lögum nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Óheimilt er skv. samningnum að nefna íslenska framleiðslu FETA og BAYONNE.
Fyrirtækin sem Matvælastofnun hefur beint tilmælum að hafa brugðist við og lagt niður þessar merkingar. Þær ættu því að hverfa úr verslunum von bráðar og íslensk nöfn koma í þeirra stað.
Þess má geta að afurðarheitin „íslenskt lambakjöt- Icelandic Lamb“ og „Íslensk lopapeysa-Icelandic Lopapeysa“ hafa verið skráð sem vernduð afurðarheiti á Íslandi. Ef notast á við þessi heiti verður framleiðslan að uppfylla skráða afurðarlýsingu. Það felur m.a. í sér að lopapeysan verður að vera prjónuð á Íslandi og lambakjötið að vera af íslensku sauðfé.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum