Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í sjötta sinn á rúmlega ári
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingum frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er að innkalla kjúklinginn.
Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi rekjanleikanúmera:
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Holta-, Kjörfugl og Krónu-kjúklingur)
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
Dreifing: Icelandverslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kf. Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Olís Verslun Varmahlíð, Basko/10-11.
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Er þetta í sjötta sinn á rúmlega ári sem að Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingum frá Reykjagarði.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi