Vertu memm

Frétt

15 af 24 veitinga- og skemmtistöðum brutu reglur – Tveimur veitingastöðum lokað

Birting:

þann

Í gærdag og fram á kvöld fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu inn á 24 veitinga- og skemmtistaði til að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni.

Af þessum 24 veitinga- og skemmtistöðum framfylgdu 15 staðir ekki sóttvarnarreglum þannig að viðunandi væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem að mbl.is vekur athygli á hér.

Sér í lagi var fjöldi gesta á stöðunum oft slíkur að alls ekki var unnt að tryggja tveggja metra bil milli manna og sums staðar var ekki þverfótað vegna fjöldi fólks, bæði inni á stöðunum og utan við þá.

Tveimur veitingastöðum var jafnframt lokað þar sem leyfi voru ekki í lagi.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið