Uppskriftir
Tiramisu
Tiramisu er með þekktari eftirréttum nútímans. Tiramisu sem þýðir „freistaðu mín“ á ítölsku (Pic me up á ensku) er sennilega fundin upp skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina. Sagan segir að ítalskar húsmæður hafi gert þennan dessert fyrir eiginmenn sína áður en þeir héldu á vígvöllinn. Dessertinn átti að tryggja að eiginmennirnir kæmu aftur til sinna heitt elskuðu eiginkonu eftir stríðið.
Til eru margar uppskriftir og útfærslur á þessum fræga desert en allar eiga þær sammerkt að innihalda mascarpone-ost, egg, sykur, kaffi, marsala og oftast ladyfingers eða kaffibleyttan svampbotn. Hér á eftir kemur uppskrift sem mér finnst hvað best að þeim uppskriftum sem ég hef prófað.
8 aðskilinn egg
300 gr sykur
1200 gr rjómaostur eða mascarpone
1 tsk sítrónusafi
7 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
1/2 dl Marsala eða líkjör eins og t.d. Contreu
Kakóduft
Þeytið vel saman eggjarauður og 250 gr sykur. Bætið rjómaosti saman við smátt og smátt. Blandið vel saman – verður að vera kekkjalaust. Kreistið vatnið úr matarlíminu og setjið það í pott ásamt líkjör. Hitið rólega saman þar til matarlímið er uppleyst. Takið til hliðar og látið kólna örlítið. Stífþeytið eggjahvíturnar með 50 grömmum af sykrinum og blandið varlega saman við rjómaostahræruna.
Hellið síðan matarlíminu saman við og blandið saman. Hellið strax yfir svampbotninn og setjið í kæli. Eftir um klukkustund má strá þunnu lagi af kakói yfir kökuna með sigti og kæla síðan áfram í nokkrar klukkustundir. Upplagt er að laga þessa köku daginn áður en hún skal borinn fram. Hún er jafnvel betri sólarhrings gömul. Framreiðið með jarðaberjum og góðu kaffi.
Þetta er dálítið stór uppskrift þannið að það má helminga hana og þá er hún nægilega stór fyrir 6 manns.
Svampbotn:
3 egg
60 gr sykur
60 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
Þeytið vel saman egg og sykur. Setjið hveiti og lyftiduft saman við. Blandið saman stutta stund. hellt á smjörpappír á bökunarplötu og bakað fallega brúnt við 180 gráðu hita (c.a. 10 mín). Fjarlægið smjörpappírinn og setjið í botn á hæfilega stóru formi. Gæti þurft að skera út eftir stærð formsins. Hellið 2-3 dl af expresso kaffi eða mjög sterku kaffi yfir botninn. Kælið.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla