Vertu memm

Keppni

Kristín Þóra Kaffitársmeistari Kaffibarþjóna 2013

Birting:

þann

Frá vinstri: Guðríður (3. sæti), Kría (1. sæti) og Þórhallur (2. sæti)

Frá vinstri: Guðríður (3. sæti), Kría (1. sæti) og Þórhallur (2. sæti)

Innanhúsmót Kaffibarþjóna Kaffitárs var haldið í gær í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Stapabraut, Njarðvík. Níu keppendur mættu til leiks og komu margar skemmtilega framsetningar á drykkjum fram að sögn viðstaddra.  Keppni þessi er liður í að hvetja starfsfólk í fyrirtækinu til að keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en keppnin gefur starfsfólkinu tækifæri til að prufukeyra rútínuna sína áður en haldið er í sjálft mótið, sem haldið verður á Kaffihátíð í Hörpu 21. og 22. febrúar nk.

Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að lesa á heimasíðu Kaffibarþjónafélags Íslands með því að smella hér.

Við óskum Kríu til hamingju með árangurinn og Kaffitári með vel lukkað mót. Meðfygljandi Instagram myndir voru merktar #veitingageirinn, en myndirnar tók Kría.

 

 

Mynd af verðlaunahöfum: af heimasíðu kaffibarthjonafelag.is.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið