Vertu memm

Keppni

Sigurður Helgason: „…nú fara hjólin að snúast hraðar“

Birting:

þann

Sigurður á æfingu

Sigurður á æfingu

Sigurður Helgason yfirmatreiðslumaður Grillsins og Bocuse d´Or keppandi er byrjaður að æfa á fullu fyrir Bocuse d´Or Europe 2014.

Já ég er byrjaður að æfa, en fyrsta skref hefur verið almenn skipulagning á æfingum og síðustu vikur hef ég verið að vinna að hugmyndum þá aðallega í meðlætinu, þar sem ég hef ekki vitað hvaða hráefni á að vinna með í keppninni.

En nú er ég búinn að fá hráefnislistann og reglurnar í hendurnar, þannig að nú fara hjólin að snúast hraðar og hægt að hugsa um þemann í heild sinni.

, sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um æfingar og grunnhráefnið.

Grunnhráefnin sem verða eru:

Fiskur:
Ufsi, Belon ostrur og bláskel að auki þarf helmingurinn af disknum að vera „fresh greens“.

Kjöt:
Swedish young pigs, 6 kg læri á beini, þrjár grísafætur og svo er hægt að velja á milli eða nota bæði: grísablóð og grísagarnir.

Aðstoðamaður Sigurðar er Sindri Geir Guðmundsson matreiðslunemi á Slippbarnum og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon yfirmatreiðslumaður Bláa Lónsins.

Bocuse d´Or Europe verður haldin í maí 2014 í Stokkhólm og er forkeppni fyrir aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í janúar 2015.  Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem er handhafi þátttökuréttar íslendinga og á veg og vanda af skipulagningu.

 

Instagram mynd: Atli Þór Erlendsson

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið