Starfsmannavelta
Michelin veitingastaðir í gjaldþrot
Félagið Kadeau Group í Danmörku hefur lýst yfir gjaldþroti, en á meðal veitingastaða sem félagið rekur eru Michelin veitingahúsin Kadeau í Kaupmannahöfn og á eyjunni Bornholm.
Auk Michelin-veitingastaðanna tveggja rekur félagið hótel í Bornholm og fjölda annarra veitingastaða á landinu. Öll dótturfélög og starfsemi eru í gjaldþrotabeiðninni.
Haft er eftir framkvæmdastjóra Kadeau Group, Magnus Klein Kofoed í tilkynningu:
„Við höfum þurft að lýsa yfir gjaldþroti, en þessi kórónuveira kom á versta tíma.“
Magnus Klein Kofoed útskýrir að veturinn er ekki besta árstíðin fyrir Kadeau veitingahúsin.
„Svo ég sé hreinskilinn, þá vitum við ekki neitt um framtíðina. Kannski getum við haldið áfram einhverri starfsemi hinum megin við kreppuna.“
Segir hann Magnus og bætir við:
„Stjórnarmeðlimir Kadeau Group byrjuðu á því að lækka í launum. En það var ekki nóg og hinir ýmsu aðstoðarpakkar stjórnvalda voru ekki nóg til að bjarga félaginu.“
Kadeau í Kaupmannahöfn er með tvær Michelin-stjörnur og veitingastaðurinn á Bornholm er með eina stjörnu.
Mynd: Kadeau.dk
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn