Frétt
Ómerkt egg og lúpína í Bónus ristuðum karamelluhnetum
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir eggjum eða lúpínu við neyslu á ristuðum karamelluhnetum sem merktar eru Bónus. Varan getur innihaldið snefilmagn af ofnæmis- og óþolsvöldunum egg og lúpínu án þess að það komi fram á umbúðum. Aðföng hefur innkallað allar framleiðslulotur úr verslunum Bónusar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Vörumerki: Bónus
Vöruheiti: Ristaðar karamelluhnetur
Nettómagn: 150 g
Strikanúmer: 5690350053792
Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar
Framleiðandi (pökkunaraðili): Nathan & Olsen hf, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
Dreifing: Allar verslanir Bónusar
Neytendur sem hafa ofnæmi/óþol fyrir eggjum eða lúpínu er bent á að neyta ekki vörunnar. Þeir viðskiptavinir sem kunna að eiga þessa vöru geta skilað og fengið endurgreitt í öllum verslunum Bónusar.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni